Mér þótti skondið að sjá vitnað í Sigurð Kára Kristjánsson í Blaðinu í morgun, þar sem hann var að barma sér yfir því að frumvarp um frjálsa sölu léttvíns og bjórs skuli ekki hafa náð í gegnum Alþingi. Ég er í sjálfu sér alls ekki á móti þeirri hugmynd, enda margt sem mælir með því að afnema einokun ríkisins á sölu þessa göróttu drykkja, sem eru að vissu leyti orðnir að almennri neysluvöru. Léttvín er til að mynda nokkuð sem enginn heilvita maður notar til að hella sig blindfullan – það er fyrst og fremst bragðauki með mat. Að minnsta kosti vona ég að svo sé í flestum tilfellum.

Það sem mér þótti hins vegar skondið er að maður sem hefur orðið uppvís að óábyrgri, stórhættulegri og einfaldlega ólöglegri hegðun undir áhrifum áfengis skuli gerast sérstakur opinber málsvari áfengis. Mér finnst ekkert sérstaklega skrýtið að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn á þinginu þegar Sigurður Kári er helsti stuðningsmaður þess. Menn sem leyfa sjálfum sér hættulega mikið frelsi eru ekki trúverðugir málsvarar frelsis.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>