Nú er allt of langt um liðið síðan ég skrifaði eitthvað hér; best að gera eitthvað í því.

Mig langaði að ræða slagorð Framsóknarflokksins fyrir þessar kosningar. Það hljóðar svo:

Árangur áfram – ekkert stopp!

Þetta er fínt slagorð og kemur skilaboðum flokksins á framfæri á hnitmiðan hátt. Þó finnst mér að flokkurinn hafi hér misst af góðu tækifæri til að nýta sér gamalgróinn frasa og ljá honum nýtt líf. Ef ég hefði fengið að ráða hefði ég nefnilega frekar notað slagorðið:

Árangur áfram – ekki stanna!

1 thought on “Árangur

  1. Já, ég tengi þetta slagorð þeirra alltaf við „Ekki stanna!“. Hinsvegar finnst mér slagorðið ljótt og óeðlileg orðasamsetning, allavega fyrri hlutinn. Það er engu líkara en B-menn hafi bara tekið tvö góð orð og sett saman í slagorð, og mér finnst þetta bara ekki rétt málfar. Þýðir þetta að árangur náist með því að fara áfram (mikil speki þar á bak við), eða „go, Árangur, go!“, eða að Framsókn kjósi fyrst og fremst þann árangur sem fari/komist/leiti áfram, eða…?

    Já, mér finnst þetta ljótt slagorð og illa farið með gott tungumál. Punktur.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>