Keli vitnar í dag í þessa grein, og ég get ekki annað en hermt eftir honum – þessari miklu snilld verður að koma á framfæri. Rökin þarna eru óhrekjandi. Það hlýtur að vera einungis tímaspursmál hvenær þessu plani verður hrint í framkvæmd í alvöru. Þá vona ég að Halliburton og Bechtel byggi fleiri ljósleiðarastrengi yfir til Íslands þegar ‘uppbyggingin’ hefst – það væri æði.
Ekki gleyma að það tala flestir ensku vel á Íslandi. Óþarfi að vera með túlka fyrir fréttamenn.
Ööööh… hefurðu heyrt utanríkisráðherra tala ensku nýlega? Við þurfum sko víst túlka!
Flestir á Íslandi eru ekki utanríkisráðherrar og tala því góða ensku.
En án gríns þá vorkenni ég hálfpartinn greyið prófesornum að hafa lent í dónaskap frá íslenskum fíflum og hálfvitum sem taka sig allt of hátíðlega.