Í morgun vaknaði ég við það að mér heyrðist í svefnslitrunum að farsíminn minn væri að hringja einhvers staðar í íbúðinni. Ég vaknaði, og heyrði þá hann ekki lengur hringja, en fann hann ekki inni í svefnherbergi. Ég skrapp því inni í stofu, þar sem ég fann símann. Hins vegar bar hann þess engin merki að hann hafi verið að hringja. Mig hefur þá líklega dreymt það. Stórmerkilegt alveg hreint.
Hann var kannski að hringja í hinni víddinni. Tékkaðiru á því nokkuð?
Nei, ég gleymdi því. Ég skal muna það næst.
Það er náttúrulega augljóst að þú hefur verið steinsofandi og dreymandi fyrst þetta var Í MORGUN!! 😛
Já, það er eiginlega gefið …
En hið dularfulla í málinu er að mig dreymdi að síminn væri að hringja annars staðar en í svefnherberginu, og svo reyndist hann einmitt vera annars staðar en í svefnherberginu.
Ég hrökk upp um daginn við það að einhver sagði BÚH!
Svo var auðvitað enginn þarna.