Í morgun vaknaði ég við það að mér heyrðist í svefnslitrunum að farsíminn minn væri að hringja einhvers staðar í íbúðinni. Ég vaknaði, og heyrði þá hann ekki lengur hringja, en fann hann ekki inni í svefnherbergi. Ég skrapp því inni í stofu, þar sem ég fann símann. Hins vegar bar hann þess engin merki að hann hafi verið að hringja. Mig hefur þá líklega dreymt það. Stórmerkilegt alveg hreint.

5 thoughts on “Dularfullt

  1. anna panna says:

    Það er náttúrulega augljóst að þú hefur verið steinsofandi og dreymandi fyrst þetta var Í MORGUN!! 😛

  2. Þarfagreinir says:

    Já, það er eiginlega gefið …

    En hið dularfulla í málinu er að mig dreymdi að síminn væri að hringja annars staðar en í svefnherberginu, og svo reyndist hann einmitt vera annars staðar en í svefnherberginu.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>