Margir hafa skrifað á gagnvarpinu um góðar Eldrefsviðbætur áður (Eldrefurinn er annars þetta hér) þar með talið ég. Hins vegar hefur sitthvað breyst í þeim efnum síðan ég ritaði um þær síðast. Hér kemur því glæný upptalning á þeim viðbótum sem ég nota hvað mest:

 • Adblock

  Þetta er skyldueign. Leiðist þér að hafa 10 hreyfimyndir á mbl.is eða visir.is? Þá geturðu notað Adblock til að eyða þessum ósóma. Hérna má sjá ágætisútskýringu Gvends Skrýtna á því hvernig nota skal þessa viðbót.

 • Tab Mix Plus

  Þetta er gríðarlega öflug og fjölþætt viðbót sem bætir við ýmsum möguleikum sem viðkoma töbin (hvað heitir þessi fjári annars á íslensku?). Að auki geymir hún allt sem maður hefur opið á milli þess sem maður ræsir og slekkur á Eldrefnum (Tools->Session Manager, velja ‘Restore’ fyrir ‘When Browser Starts’ og ‘Save Session’ fyrir ‘When Browser Exits’). Þetta er nokkuð sem ég notaði viðbót sem heitir Session Saver í áður, en hví að nota tvær viðbætur þegar önnur þeirra gerir það sama og hin?

 • Fasterfox

  Nett lítil viðbót sem hraðar á Eldrefnum. Lítið meira um það að segja.

 • Baggalútsviðbótin

  Þetta er viðbót sem býður Gestapóum upp á að gera alls konar sniðuga hluti eins og að setja upp sínar eigin sviðslýsingar og vista efni af síðunni. Mikil snilld, þó ég segi sjálfur frá. Ahem.

3 thoughts on “Eldrefsviðbætur

 1. Ég nenni ekki að leita að linkum en aðrar góðar eru:
  – Sage //RSS feed lesari í rebbann. Algjör snilld

  – Get jetable mail //Þegar þú þarft að skrá mailinn þinn einhverstaðar, getur þú notað jetable mail sem gildir bara í ákveðinn tíma, t.d. 24 klst eða einn mánuð. Hann forwardar á venjulega email addressuna þína í þann tíma. Hægrismellir bara í editboxið og velur \“get jetable mail\“

  MediaPlayerConnectivity //Til þess að keyra embedded media á heimasíðum í media playernum þinum utan síðunnar

Leave a Reply to Litla Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>