Nú eru liðnir um fimm mánuðir síðan ég hætti alfarið að drekka og ég hef aldrei verið sáttari með nokkra ákvörðun. Þó vissulega sé hægt að gera margt heimskulegt og skaðlegt sjálfum sér og öðrum edrú er það mun auðveldara undir áhrifum – svo var allavega raunin hjá mér og ég finn mjög áþreifanlega fyrir því þegar ég hef samanburð.

Munurinn felst líka í því að ég var eiginlega haldinn hálfgerðri sjálfseyðingarhvöt lengi vel og þótti í raun að vissu leyti bara fínt að skaða sjálfan mig og þá oft aðra í leiðinni. Hér er ég ekki að tala um ‘grafalvarlega’ hluti en nógu alvarlega til að rík ástæða sé til að sjá eftir þeim. Sjálfseyðingarhvötin er núna horfin en hvarf ekki almennilega nema með því að skrúfa fyrir það sem einna helst fóðraði hana – áfengið.

Það er til fullt af fólki sem getur drukkið áfengi sér og öðrum að meinalausu en ég tel mig ekki vera einn þeirra. Mér finnst skemmtilegra að sleppa þessu og held að öðrum þyki ég skemmtilegri líka. Það er fyrir öllu.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>