Ég var að rekast á alþjóðlega könnun frá því fyrr á árinu um viðhorf fólks til þess hvaða vandamálum heimurinn stendur einna helst frammi fyrir.

Þarna finnst mér einna áhugaverðast að skoða að hvaða leyti Íslendingar skera sig úr meðaltalinu.

Helst er þar að nefna að við Íslendingar teljum fátækt (bil milli ríkra og fátækara), stríð, trúarofstæki og mannréttindi meiri vandamál í áberandi ríkari mæli en meðalheimsborgarinn. Hvað alla þessa þætti varðar erum við meira en helmingi yfir meðaltalinu; 26% Íslendinga telja til dæmis að fátækt sé brýnasta vandamálið á móti 12% meðal heimsbyggðarinnar allrar.

Á móti kemur að við höfum síður áhyggjur af atvinnuleysi, hryðjuverkum, glæpum, menntamálum og alnæmi.

Samanlagt gefur þetta þá mynd af hinum dæmigerða Íslendingi að hann láti sig félagslegan jöfnuð, hófsemi í skoðunum og réttindi fólks miklu varða – ógnir gagnvart þessum gildum lítur hann á sem helstu ógnirnar gagnvart heimsbyggðinni allri. Við komum því sannarlega út sem friðsæl og sanngjörn þjóð í viðhorfum okkar rétt eins og mín eigin tilfinning fyrir henni gefur til kynna. Þarna er mikið til að byggja á þó auðvitað sé alltaf verk að vinna í þessum efnum.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>