Ég fékk mér nýtt lén í dag, og kann ég Gvendi skrýtna góðar þakkir fyrir að hafa bent mér á góðan hýsingarkost.

Það er auðvitað bráðnauðsynlegt fyrir alla sanna njerði að hafa sitt eigið lén. Hér get ég líka gert ýmislegt, eins og að fikta í PHP og MySQL. Mjög gaman.

Það versta er þó að ekki er hægt með góðu móti að flytja bloggfærslur af Blogger Beta yfir á WordPress, sem ég er að nota hérna. Ég sé mikið eftir því að hafa skipt yfir í Blogger Beta, þar sem ég nota enga fítusa þaðan, og það er ekki hægt að fara til bara í gamla Blogger. Svo er það þetta. Vonandi verður innan skamms boðið upp á að flytja með einföldum hætti á milli. Best væri auðvitað ef það væri hægt að flytja út úr Blogger Beta með XML eða einhverju álíka.

O jæja.

7 thoughts on “Fyrsti póstur

 1. Þarfagreinir says:

  Ég veit ekki til þess að það sé hægt að færa færslur frá blogger beta yfir í gamla blogger. Ég hef rannsakað ýmsar leiðir til að fara frá blogger beta í wordpress, en hef bara enga einfalda leið fundið. Ég mun því bara bíða með að færa gömlu færslurnar hingað, ef ég geri það þá nokkrun tímann. Þetta er ágætlega geymt hjá blogger.

 2. Þegar ég flutti úr blogger yfir í Movable Type, þurfti ég að sérsníða template og keyra allt út í eina skrá sem ég síðan importaði.
  Síðan er hægt að importa RSS 2.0 skrá, áttu ekki möguleika á að keyra bloggerinn út í eins feita slíka skrá?

  Lakasti kosturinn er að ráða einkaritara til að pikka þetta allt inn aftur…

 3. Þarfagreinir says:

  Það er hægt að flytja Blogger Beta færslur yfir í RSS, en mér sýnist sem að ekki sé hægt að flytja fleiri en 25 nýjustu færslurnar, og þar að auki fylgja athugasemdirnar ekki með.

  Ég held að ég sé búinn að ákveða að bíða bara þangað til boðið verður upp á vandkvæðalausa tilfærslu frá Blogger Beta yfir í WordPress. Ef slíkt gerist aldrei þá sleppi ég þessu bara.

 4. Til lukku með bloggið.
  Hefurðu prófað að skrifa template í blogger sem skilar bara öllu draslinu í xml, ætti það ekki að vera hægt?

 5. Þarfagreinir says:

  Ég hef ekki prófað það nei. Það er líklega meira vesen en ég nenni að standa í eins og er. Ég hef nóg annað að fikta í.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>