Það getur verið gaman að velta sér upp úr samsæriskenningum – svo lengi sem maður gengur ekki of langt í því. Slíkt er ekki gott fyrir geðheilsuna.

Að því sögðu þá sá ég um daginn á alnetinu ákveðnar staðreyndir sem mér þótti sérlega áhugaverðar.

Þið munið kannski eftir því þegar Morgunblaðið birti nöfn og andlit fimm hæstaréttardómara, ásamt tilkynningu þess efnis að þeir höfðu mildað dóm yfir kynferðisbrotamanni.

Þetta voru þeir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson.

Hverjir voru það síðan aftur sem sýknuðu 365-prentmiðla ehf. og Kára Jónasson af kæru Jónínu Benediksdóttur í Hæstarétti?

Jú, þeir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson.

Tilviljun? Það gæti vel verið, en þetta er engu að síður ansi merkilegt.

5 thoughts on “Samsæri?

 1. Hey!
  Einn af þessum gaurum er ættingi minn.

  Svo er líka spurningin með þessa dóma.
  Á alltaf að gefa hæðstu mögulegu refsingu?
  Er ein kynferðisglæpur verri en annar?

  Hvenær á beita hámarksrefsingu?

 2. Þarfagreinir says:

  Já – ekki einfalt mál, og mjög óvenjulegt og fordæmislaust hjá Morgunblaðinu að stilla þessum tilteknu og nafngreindu dómurum upp á forsíðu. Maður fer auðvitað óhjákvæmlega að spá í því hvort þetta hafi verið meint sem persónuleg árás gegn þessum dómurum.

  Að þessir sömu dómarar hafi verið þeir sem dæmdu Jónínu í óhag gefur síðan sýnilegt tilefni fyrir Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, til að vera í nöp við þá. Hann var auðvitað viðriðinn það mál, og margir af tölvupóstum hans voru birtir í Fréttablaðinu.

  Því vil ég meina að staðreyndirnar raðast þannig upp að Styrmir verður mjög tortryggilegur í kjölfarið. Þó að um helbera tilviljun hafi verið að ræða þá var það dómgreindarleysi hjá ritstjórn Morgunblaðins að slá upp þessari stríðsfréttaforsíðu, jafnvel alveg óháð öllum vangaveltum um heilindi ritstjórans.

  Þetta er æsifréttamennska og lítið annað. Hin þarfa barátta fyrir harðari refsingum í kynferðisbrotamálum á snúast um löggjöfina, en allra síst um hversu ‘vondir’ einstaka dómarar eru.

 3. Steinríkur says:

  Tryggvi:

  Á alltaf að gefa hæðstu mögulegu refsingu?
  Dómar hafa aldrei verið nálægt hámarksrefsingu. Í þessu tilviki var hámarkið 4 ár (sem er reyndar í sjálfu sér sorglegt), en búið var að dæma manninn í 50% af því. Hæstiréttur mildaði þann dóm niður í 37.5%.

  Er ein kynferðisglæpur verri en annar?
  Yngsta fórnarlambið var þriggja ára stelpa. Veistu í alvörunni ekki svarið við þessari spurningu?

  Tryggvi – í alvöru: Ef 5 börn frá 3 ára aldri eru ekki nóg; Hvað þarf maður að gera til að „eiga skilið“ að fá meira en 40% af hámarksdóm?

 4. Þarfagreinir says:

  Þú segir nokkuð, Steinríkur. Þegar þetta er sett svona fram þá lítur það frekar illa út. Það er mjög góð spurning af hverju dómar eru aldrei einu sinni nálægt hámarksrefsingu. En ég ítreka að forgangsatriði er að þyngja hámarksrefsinguna allverulega. Þrýstingurinn á löggjafann þarf að vera miklu, miklu meiri. Fólk missir sjónar á aðalatriðinu með því að hnýta í hvern dóm fyrir sig þegar löggjöfin sjálf er til skammar.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>