Nú hefur það líklega farið framhjá fáum að til stendur að hópur fólks sem starfar í klámbransanum haldi ráðstefnu á Hótel Sögu. Nógu mikið hefur alla vega verið skrifað um þessi tíðindi á alnetinu.

Eitt af þeim sjónarmiðum sem kemur oft fram er að þar sem klám er soralegt og ógeðfellt fyrirbæri, þá „eigum við Íslendingar“ ekki að leyfa þessu fólki að koma hingað … eða eitthvað í þá veru. Eins vel og ég skil það sjónarmið að þykja klám ekki skemmtilegasta né mest gefandi fyrirbæri í heimi, þá á ég bágt með að skilja hver það er nákvæmlega sem á að banna þessa ráðstefnu, og hvaða gríðarlegur skaði er gerður með því að hún verði haldin hér. Við getum vel haft okkar skoðanir á þessu fólki og þeim bransa sem það starfar í, en því miður þá er það einfaldlega ekki okkar að segja hverjir koma hingað til að hittast, svo lengi sem það er ekki að brjóta lög. Í þessu tilfelli er fjarri lagi að svo sé – skoðið bara dagskrána. Fyrir utan ferðina á strípibúlluna lítur þetta út eins og ósköp venjuleg túristadagskrá; meira að segja Gullfoss og Geysir og Bláa lónið eru innifalin.

Í stuttu máli sagt: Einhvers staðar verða vondir að vera túristar. Og ég er ekki það mikill ‘Íslendingur’ að það fari eitthvað sérstaklega illa í mig að þetta fólk verði statt stutt frá mér í nokkra daga. Það er ekki eins og ég líti á það sem saurgun á ættjörðinni, né heldur þykir mér það vera einhver stuðningsyfirlýsing Íslendinga við klámbransann. Þetta fólk mun koma, og svo fer það, eins og hverjir aðrir gestir.

En hvað segiði – af hverju hefur enginn talað um að efna til mótmælastöðu fyrir utan hótelið? Ég hefði ekkert að setja út á það … endilega láta þetta fólk heyra hvaða álits það nýtur í stað þess að bölsóttast alltaf á netinu.

4 thoughts on “Snjósöfnunin

 1. Ef maður skoðar dagskránna hjá þeim sér maður að þau gerast sek um tímaferðalag. Ferðalaginu lýkur 11. mars 2006!!!! Það hlýtur að vera ólöglegt.

 2. Láta Vlad vita af þessu.

  En annars hvað varðar klámráðstefnuna þá sé ég ekki út af hverju allt fjaðrafokið er.
  Það fyndna er líka að alltaf þegar einhverjir eru á móti þessu og koma með rök á móti klámi, þá er alltaf barnaklám tekið upp.
  Það er barasta alls ekki samasem merki á milli klámmynda og barnakláms.
  Alveg eins og það er ekki samasem merki á milli þess að kýla einhvern fyrir utan bar á fylleríi, eða drekka sig fullan heima og berja barnið sitt.

 3. Þarfagreinir says:

  Nákvæmlega – bæði Rúna í Stígamótum og Kolbrún Halldórsdóttir fullyrtu að finna mætti barnaklám beint út frá Snow Gathering vefnum, sem á ekki við nein rök að styðjast. Með réttu er tekið gríðarlega hart á barnaklámi, og þeir sem birta klámefni á vefnum passa sig því gríðarlega vel að brjóta alls ekki neina löggjöf þar að lútandi – og svo hafa þeir líka án efa í mörgun tilfellum siðferði til að gera það ekki.

  Mér finnst það skemma mjög mikið fyrir hvaða umræðu sem er að ýkja staðreyndir og slá fram fullyrðingum sem standast ekki. Að hrópa ‘Barnaklám! Barnaklám!’ í hvert sinn þegar umræða um klám skýtur upp kollinum er gott dæmi um slík mistök. Nær væri að ræða hlutina á réttum forsendum.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>